Thursday, November 5, 2009

Tikal

Vorum að þvælast í bókabúð, tilgangurinn að finna kort af Ríó fyrir nýliðann mig. Fundum ekki kort en rákumst á ýmislegt annað fróðlegt og skemmtilegt.

Rakst á risavaxna bók sem fjallar um 25 undur heimsins sem vert er að heimsækja. Sagði eitthvað á þá leið að við þyrftum að heimsækja þann stað sem kæmi upp ef ég opnaði bókina blindandi.
Fyrst kom upp forboðna borgin í Peking, sem ég er búinn að heimsækja, þannig að það var kallað ógilt.
Við næstu flettingu var það Jerúsalem, okkur þótti það ekki áfangastaður við hæfi í ljósi ástands og ýmissa hluta annarra sem óþarft er að tíunda.

Í þriðju tilraun duttum við niður á staðinn:



Tikal í Guatemala...rétt smáspöl norður af Brasilíu eða svo....í mið-Ameríku og virkar alveg þrælspennandi: http://en.wikipedia.org/wiki/Tikal
Nú er bara að byrja að safna ;)

No comments:

Post a Comment