Sunday, November 22, 2009

Flamengo



Stúlkan er gallhörð stuðningskona? (Maður kann svo lítið með kvenkyn að fara í samhengi við fótbolta). Allavega, hún fílar fótbolta og styður Flamengo, sem er eitt fjögurra knattspyrnuliða hér í borg - hin eru Botafogo, Fluminense og Vasco da Gama.

Ég hef að sjálfsögðu verið innlimaður í áhangendahóp liðsins og nú er brostinn á geysispennandi endasprettur í deildinni. Eins og sjá má er Flamengo 2 stigum á eftir toppliðinu Sau Paulo þegar 3 umferðir eru eftir. Sem stendur er Sao Paulo að spila við Botafogo og staðan er 1-1 í hálfleik...

Flamengo hafa verið á mikilli siglingu, voru í 6. sæti þegar ég mætti til leiks og því er meðbyrinn heldur með þeim á lokasprettinum þar sem greinilega er kominn skjálfti í toppliðið. Þetta minnir ögn á ensku deildina í fyrra en fer vonandi betur hérna megin ;)

Það er sama hvort þú ert að horfa á Flamengo leikinn eða ekki, það fer ekkert framhjá þér ef liðið skorar því þú heyrir einhvern í næstu íbúð eða nágrenni orga. Það er alveg ljóst að menn eru eins fótboltabrjálaðir hér um slóðir og löngum hefur verið látið - eða verri jafnvel.

Flamengo spilar heima í dag en það var uppselt, þannig við ætlum að skella okkur á síðasta leik tímabilsins sem er hér heima. Það verður stemmning!

No comments:

Post a Comment