Friday, November 13, 2009

Strætó



Minn helsti samgöngumáti eru strætisvagnar, eða sem stendur er það í raun bara einn vagn sem ég tek á eigin spýtur, 409.
Það eru engar tímatöflur og ekkert kjaftæði, bara einfalt skilti sem gefur til kynna að vagninn stoppi þarna. Ég hef lengst beðið um 4 mínútur eftir vagni...kannski er það ein af ástæðum þess hvað umferðin er stífluð hérna á köflum - of mikið af strætisvögnum á ferðinni.



Í hverjum vagni er síðan tveggja manna áhöfn, bílstjóri og miðadýr. Vagnarnir eru beinskiptir og um leið og síðasti farþeginn er kominn innúr hurðinni þá er rekið í fyrsta og tætt af stað. Tók mig nokkrar ferðir að venjast þessu en þetta er fínn og tiltölulega ódýr ferðamáti. Ef vagninn er loftkældur þá er miðinn ögn dýrari en allajafna er það nú alveg peninganna virði...

No comments:

Post a Comment