Sunday, March 13, 2011

Áfanga er náð - ótakmarkað dvalarleyfi í Brasilíu


Þessi myglulega og mjög svo óskýra mynd er s.s. af innlegginu sem Brasilíska sendiráðið límdi inní vegabréfið mitt. Þessi sneypa tryggir mér inngöngu í landið og þegar ég er síðan búinn að heimsækja lögreglustöð og ganga frá einhverri skráningu þá hef ég ótakmarkað dvalarleyfi og ferðafrelsi inn og útúr landinu - svo fremi sem ég passa það að koma á minnst 2 ára fresti í heimsókn. Það er auðvitað að því gefnu að við kjósum að búa einhverstaðar annarstaðar en í þessu nýja 'heimalandi' mínu, framtíðarbúseta er mjög óráðin en við ætlum jú að vera á Íslandi í það minnsta næstu 18 mánuði.

Það var dálítið kúnstugt fannst mér að ein af kvöðum þessa dvalarleyfis er sú að ef við eignumst son og búum í Brasilíu þá er hann skyldugur til að gegna herþjónustu. En lausnin á því máli er einföld, ef hann á annað borð vill sniðganga þetta, við þurfum bara að búa annarstaðar...

Þessi síða verður líkast til áfram í hálfgerðum dvala. En það var ótækt annað en punkta niður þessi stórtíðindi!