Thursday, November 26, 2009

Ahhh Sopranos


Það kom uppúr dúrnum að Ana hafði ekki séð neitt af þessum ágætu þáttum. Hana langaði hins vegar að kynnast þessari ágætu fjölskyldu og við höfum verið að taka einn þátt á kvöldi. Það er skemmst frá því að segja að þeir klikka ekki frekar en fyrri daginn - þetta verður mitt þriðja rennsli ef við klárum allar sex seríurnar.

Datt niður á þessa ágætu tilvitnun í David Chase, manninn á bakvið dæmið. Þetta skýrir kannski hvað ég hef alltaf fundið sterka og trúverðuga tengingu við persónurnar í þessum þáttum:

'I don't know very many writers who have been cops, doctors, judges, presidents, or any of that - and, yet, that's what everybody writes about: institutions. The courthouse, the schoolhouse, the precinct house, the White House. Even though it's a Mob show, The Sopranos is based on members of my family. It's about as personal as you can get.'

No comments:

Post a Comment