Sunday, November 29, 2009

Kallið mig Ísmael...


Fórum á bókamarkað um helgina, eitthvað sem henni var boðið á gegnum vinnutengingu. Eftir litlu að slægjast fyrir mig svo sem - allt á portúgölsku, ég ekki orðinn nógu 'portúgalinn' til að botna í þesslags bókum...
Hvað um það, svo sem hægt að skoða og flestir básarnir höfðu upp á eitthvað matarkyns að bjóða, manni leiddist ekki né leið skort.

Hún var að skoða einhverja voða fína útgáfu af Moby Dick, myndskreytingar og svaka læti. Nema hvað, framarlega í bókinni var að finna smá klausu þar sem orðið 'hvalur' kom fyrir á nokkrum tungumálum - þar á meðal íslensku...eða það var meiningin.
Ég tók fyrir þá fría próförk, hvalur var sagt 'whale' upp á íslensku.

Kona á básnum fékk mér bréfmiða og þar páraði ég skilmerkilega þetta ágæta orð, á eins skiljanlegan hátt og mér var unnt. Hún bauð okkur síðan 30% afslátt af skræðunni en stúlkan vildi ekki þiggja - enginn hvalreki fyrir bókasafn heimilisins þann daginn ;)

No comments:

Post a Comment