
Það er búið að vera mun þægilegra hitastig undanfarna daga. Föstudag og laugardag rigndi linnulítið, ekki að ég sé að kvarta. En af þeim sökum þurfti ég að fara í buxur, sokka og skó þegar við fórum í mat til vinafólks hennar á laugardaginn. Mér leið eins og Tarzan þegar hann var settur í jakkaföt og fluttur í siðmenninguna, ekki vel.
En það fór allt á besta veg og verður kannski ágætis æfing fyrir jólahaldið - nema maður fái bara að vera í stuttbuxum og sandölum þegar hátíðin brestur á, það kemur líklegast í ljós...
No comments:
Post a Comment