Tuesday, December 29, 2009

City Primeval e. Elmore Leonard


Ég er orðinn á eftir í 'bókaumfjölluninni' - hef verið í nokkuð góðu lestrarformi og verið að detta niður á góðar bækur.

Lengi ætlað að tékka á þessum gaur og fannst því tilvalið að grípa gæsina þegar ég rakst á hana í lítilli bókabúð sem selur notaðar bækur.
Ég hef aldrei verið mikill reyfarakall en þó lesið nóg til að gera mér grein fyrir því að það er mikill gæðamunur innan kreðsunnar. Þessi gaur flokkast með góða stöffinu og myndi þá fyrir mitt leyti fara í hillu með James Ellroy.

Leonard hefur skrifað hrúgu af bókum, til dæmis Get Shorty sem varð að bíómynd og Rum Punch sem Tarantino breytti í Jackie Brown - að mínu mati er það síðasta frábæra kvikmyndin úr hans smiðju, en hann er svo sem ekki dauður.

Þessi bók er lipurlega skrifuð og flæðir vel. Það er vondur krimmi og sæmilega góð lögga og slatti af áhugaverðum karakterum í bland. Það vakti athygli mína hve ofbeldið er léttvægt - ef svo má að orði komast. Fólk er bara lamið aðeins eða skotið í hausinn. Þegar ég síðan sá að skræðan er fyrst prentuð 1980 þá rann upp fyrir mér ljós. Það hefur líkast til ekkert þróast jafn mikið á mínu æviskeiði og þol mannskepnunnar fyrir ofbeldi í afþreyingarmiðlum...

No comments:

Post a Comment