Wednesday, December 16, 2009

The cinematic orchestra


Gerðum okkur ferð í kvikmyndahús í gær. Óhefðbundna ferð þannig séð, þar sem við horfðum ekki einvörðungu á kvikmynd heldur fengum tónleika í kaupbæti. Myndin var s.s. 'þögul' - ber nafnið Man with a movie camera og er ættuð frá fyrrum Sovét, kom út 1929.

Menn hafa verið að brasa við þetta hér og þar, að leyfa hljómsveitum að semja músík við þöglar myndir og slá saman tónleikum og bíósýningu. Man að múm fékk að glíma við Potemkin og síðan gerði Barði þetta Haxan dæmi sitt.

Hvað um það. Ég átti einn disk með Cinematic og fíla þá bara nokkuð vel - trip hop með jazz ívafi. Þau voru mjög flott þarna, svaka tónlistarmenn heilt yfir. Tók sérstaklega eftir trommuleikaranum og bassaleikaranum.
Kvikmyndin stórundarleg en gerði sig vel í þessari samsuðu, veit ekki hvort ég myndi nenna að horfa á hana aftur og reikna svo sem ekki með að þurfa að glíma við þá ákvörðun.

No comments:

Post a Comment