Thursday, January 28, 2010

Complicado

Það er útlit fyrir að ég verði að yfirgefa landið um tíma og líklega vera í burtu góða tvo mánuði. Ég er ennþá hér sem ferðamaður og okkur þykir orðið einsýnt að einfaldast sé að þreyja þorrann þar til í júlí að við getum gift okkur og ég í kjölfarið fengið dvalar- og atvinnuleyfi. En í millitíðinni þarf ég sem túristi að vera sex mánuði í burtu á hverju ári og þar sem ég var í burtu næstum fjóra mánuði eftir fyrstu heimsókn þá standa rúmir tveir eftir.

Að öðru leyti eru plönin óbreytt, ég vil ná tökum á tungumálinu og koma undir mig fótunum hér á landi. Sjá hvernig þetta virkar allt saman, þó svo að skrifræðið dragi á köflum aðeins úr manni, og skoða stöðuna eftir 1-2 ár.

Mig langar ekkert sérstaklega heim til Íslands nema bara sem gestur, þannig að ég er að gæla við að gera töf á Bretlandseyjum. Skoða hvort maður getur ekki fengið einhverja svarta vinnu að dútla á meðan tíminn líður. Sjáum hvað setur.

No comments:

Post a Comment