Thursday, January 7, 2010

The Martian Chronicles e. Ray Bradbury


Önnur bók sem hún rétti mér og ég svo gott sem hrifsaði til mín. Hef áður lesið mjög gott smásagnasafn eftir þennan gaur og líkaði vel. Hér er þungamiðjan Mars og mannkynið s.s. farið að fljúga þangað yfir í leit að nýju lífi og ævintýrum.

Þetta er fyrst prentað 1950 og eldist á heildina litið alveg merkilega vel. Enda er ekki verið að einblína á tækniatriði, þó svo að vissulega séu ýmsar magnaðar hugmyndir settar fram í þeirri deild. Það sem ber safnið uppi er hins vegar frásagnargáfa og hugmyndaauðgi sem skilar sér í skemmtilegum sögum sem tendruðu vel upp í mínu ímyndunarafli.

Sem ég var að strauja í gegnum þetta þá vakti ein sagan upp minningar frá geimmynd sem ég og Svenni horfðum á í Dalvíkurbíó fyrir eins og 25 árum - Destination Moonbase-Alpha. Hann mundi síðan eftir annarri geimmynd þegar ég ráðfærði mig við hann, Mission Mars, við horfðum á hana í Hafnarbrautinni á Beta tækinu hennar ömmu.
Heillandi efniviður geimurinn og endalaus uppspretta hugmynda, jafnt fyrir rithöfunda sem strákhvolpa.

No comments:

Post a Comment