Ef maður hefði nú einhvern tíma tekið sig til og gert tæmandi lista yfir alla þá kosti sem prýða eiga góða konu - og þá meina ég ALLA - þá hefði hæfileikinn til að prenta á t-boli eflaust komið við sögu :)
Listinn hefur ekki verið gerður og verður aldrei gerður en viti menn, ég er búinn að eignast konu sem getur hannað og prentað á t-boli handa mér! Hvílíkt undur.
Þessi beið eftir mér þegar ég flutti yfir. Eftir að ég horfði á stórmerkilega heimildamynd um menn sem sofa hjá dúkkum þá fann ég ennþá merkilegra línurit sem útskýrði á grafískan hátt hvers vegna mér hryllir við tilhugsuninni. Ég þjáist af því sem kallast 'uncanny valley syndrome'. Þeir sem vilja fræðast geta flett upp á wikipedia, ég læt nægja að smella með mynd af bolnum góða.
Hæ hæ :)
ReplyDeleteÞað er munur að geta fengið svona þjónustu! Knús og kossar :)
Didda