Wednesday, March 24, 2010

Gott útsýni af skrifstofunni


Ligg hér á nærhaldinu að kvöldi 3. dags hausts...ekki sérlega haustlegt um að litast í borginni né heldur hefur hitastigið lækkað mikið í kjölfar þess að einhver hvíslaði að mér að nú væri komið haust. Við fengum jú ansi hressilegan kafla í veðráttu fyrir eins og 2 vikum. Þrumur, eldingar og ausandi rigning 2 daga í röð og lætin þvílík. Kristsstyttan er umvafin vinnupöllum þessa dagana og viðhaldið ku mest tilkomið vegna þess hve karlgreyið verður fyrir mörgum eldingum. Tesla heitinn var víst búinn að komast að því hvernig mætti beisla kraftinn í eldingunum, ætti ekki að vera raforkuskortur ef farið yrði að hans ráðum.

Síðastliðin vika annasöm - allavega fyrir mann sem hefur lítið þurft að styðjast við vekjaraklukku undanfarna mánuði. Ég fékk gest alla leið frá London og við lögðumst í vinnu við verkefni sem er búið að vera í mótun hjá okkur undanfarna mánuði. Hann hélt til á dýrindis hóteli, ég tók myndina meðfylgjandi af svölunum þar. Í kaffitímunum var bara stokkið niður og tekinn sprettur í sjónum, helvíti hressandi verð ég að segja og ég stóð mig að því að hugsa að þetta væri nú líklega með skárri djobbum sem maður hefur haft um ævina ;)

No comments:

Post a Comment