Sunday, April 4, 2010

The Shape of Water e. Andrea Camilleri


Ítalskur krimmi úr safni stúlkunnar. Þegar ég var búinn að lesa um stund þá stóð ég mig að því að velta fyrir mér því í ósköpunum ég hefði ekki leitað meira í ítalska reyfara. Fíla Puzo og allt það dót mjög vel og hef þaullesið, hvers vegna ekki að lesa heimatilbúið dót, mafían er jú ítölsk að uppruna eftir allt saman.

Allavega, hún rann ljúflega í gegn þessi - fyrirtaksflétta og lipurlegur texti. Mótífin klassísk svo sem, barátta góðs og ills og aðalsöguhetjan lögregluforingi á Sikiley. Kappinn stendur af sér allskyns þrekraunir og freistingar án þess að vera alveg stereótýpan sem maður á að venjast frá Ameríku. Að því sögðu er rétt að ítreka að bókin er tilbrigði við stef frekar en eitthvað glænýtt - hún reynir aldrei að vera annað en reyfari og er hörkufín sem slík.

No comments:

Post a Comment