Monday, April 26, 2010

Síðustu línur frá Brasilíu

Jæja þá er farið að styttast í að við rennum út á flugvöll. Dagurinn farið í að pakka, kveðja hinn og þennan og taka síðasta hitt og þetta; snúa litlu gröðu skjaldbökunni við í síðasta sinn, fara í síðustu sturtuna á núll þrýstingi, éta Feijoda í síðasta sinn og svo framvegis. Endinginn á öllu saman ætti auðvitað að vera 'í bili', því það er fjarri verið að skjóta loku fyrir að við komum aftur. Þvert á móti þá munum við tvímælalaust koma aftur í haust en hitt, hvað við ílengjumst, það er á huldu.

Búnir að vera góðir sex mánuðir, mér er afskaplega hollt að kynnast nýjum hlutum, það nærir mig og lyftir mér upp.
Þó svo bloggið sé helgað Brasilíuævintýrinu þá reikna ég nú með að berja hér inn einhverjar línur af og til, óháð staðsetningu. Látum það vera lokaorðin og ég tek upp þráðinn á hinum endanum - eða réttara sagt - á Englandsströndum.

No comments:

Post a Comment