Sunday, March 7, 2010

Home, home again...


Þá eru línur teknar að skýrast varðandi útlegðina frá Brasilíu, leiðinda vesen sem búið er að snúa upp í hálfgert ævintýri. Við fljúgum sumsé saman til Bretlands í lok apríl og stöldrum þar við í góða 2 mánuði. Peter vinur minn ætlar að bjarga okkur um einhverja atvinnu sem og þak yfir höfuðið en hann rekur 2 pöbba í grennd við Doncaster. Þarna dvaldi ég í góðu yfirlæti í næstum 6 vikur fyrir ansi löngu síðan...líklega kringum 1997. Hef síðan reynt að staldra við reglulega og er alltaf vel tekið.

Í júlíbyrjun tökum við svo flugið heim til Íslands og þar er stefnan á að vera mestmegnis í fríi, leyfa stúlkunni að upplifa land og þjóð, hitti vini og fjölskyldu og þar frameftir götunum. Hvað við getum leyft okkur að dinglast lengi þar er óráðið ennþá en Carolina á allavega bókað flug heim í lok ágúst. Þannig er útlitið næstu sex mánuðina og þegar öllu er á botninn hvolft er ég bara nokkuð sáttur með þetta.

Væri gaman ef það yrði búið að kveða niður þennan icesave draug áður en við mætum á klakann, að segja að ég sé orðinn leiður á því þvargi er fjarri því að rista nógu djúpt. En það gátu aldrei orðið nein önnur úrslit í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu í gær, bara vonandi að sá farsi allur skili einhverju á endanum.

1 comment:

  1. "Lakes and glaciers cover 14.3%"... is this really true?? Seems to be much more icy in your pic :P

    ReplyDelete