Sunday, February 28, 2010

Línan fína


Ögn skrítinn dagur í gær. Vorum hér heima í rólegheitum og stúlkan eitthvað að gramsa á facebook, fer inn á síðu vinkonu sinnar sem hún kynntist í þýskunámi. Þar eru allskyns undarleg skilaboð að henni fannst þannig að hún hefur samband við sameiginlegan vin og fær illan grun staðfestan - vinkonan er dáin.

Hún hafði verið í sturtu á heimili sínu og einfaldlega dottið og rekið höfuðið í. Rétt rúmlega 20 ára gömul, bráðmyndarleg, dugnaðarforkur á kafi í námi í læknisfræði. Ótrúlega skrítið hvað það er stutt milli lífs og dauða. Þær höfðu talað saman 2 dögum áður en slysið varð og sammælst um að reyna að hittast fljótlega. Línan er svo sannarlega fín og um leið og ég hef verið að finna til samkenndar með stúlkunni, fjölskyldu hennar og fólkinu í Chile, þá hef ég verið að eflast í þeirri sannfæringu minni að halda áfram á minni hlykkjóttu braut. Halda áfram að gera það sem mig langar að gera hverju sinni, svo fremi sem það fellur innan minna eigin skynsemismarka, og einbeita mér að því að lifa þessu lífi í sátt við sjálfan mig.

No comments:

Post a Comment