Wednesday, February 24, 2010

The road e. Cormac McCarthy


Ég er orðinn langt á eftir í þessum bókaklúbbi mínum líkt og flestu öðru bloggtengdu :) Á sama tíma les ég af miklum krafti og bækurnar sem liggja í valnum hlaðast upp.
Las þessa bók um jólin, byrjaði á henni í bílnum á leið til Sao Paolo og rétt náði að treina mér hana framyfir heimkomu - þrátt fyrir stífa dagskrá þessa 5 daga!
Þetta er ein af þessum sem grípur mann heljartökum, mér dettur fyrst Misery eftir Stephen King í hug sem dæmi um aðra bók sem ég týndi mér svona gjörsamlega í.

Hún er dimm og drungaleg og líklega ekki við hæfi hvers sem er, en það skín bjartur ljósgeisli í gegnum allt saman. Ég er ennþá að hugsa um brot úr henni annað slagið og það verður nú að teljast merkilegt þegar ég á í hlut - finnst sumt sem ég les bara gufa upp jafnóðum.

Nú er komin mynd með Viggo Mortensen í aðalhlutverki og mér líst vel á að hann tækli það. Sýnist á stiklu sem ég sá að það sé síður en svo tónaður niður drunginn og hlakka mikið til að sjá hana hér í þriðja heiminum.

No comments:

Post a Comment