Tuesday, December 13, 2011

My fair lady

http://www.imdb.com/title/tt0058385/

Mér leist ekki vel á Pygmalion þegar hún var á lestrarlista í ensku áfanga forðum. En á endanum hafði ég mjög gaman af henni og var þess vegna alveg tilkippilegur að horfa á myndina. Ana var að klára stórmerkilega lesningu, dagbækur Cecils nokkurs Beaton og eitt af því fjölmarga sem sá maður afrekaði um ævina var að hanna útlit og annað tengt myndinni. Hún stakk þess vegna uppá að horfa á myndina.

Stykkið slagar í 3 tíma og er hlaðið söngatriðum...það er helsti gallinn og til viðbótar má nefna hvellan róm og pirrandi hreim Audrey Hepburn sem götustelpunnar. En leikur er í góðu lagi og textinn vel fyndinn að mörgu leyti, eins og til að mynda karlremban sem viðgengst, absúrd og fornaldarlegur.

Var orðinn mjög þreyttur þegar yfir lauk og fullsaddur en eins og áður sagði þá er sagan góð og margt vel gert. 3 / 5.

1 comment: