Saturday, November 12, 2011

Kisufólkið frá 1982

http://www.imdb.com/title/tt0083722/

Einhverra hluta vegna sá aldrei Cat People á unglingsárum og saknaði þess aldrei sérstaklega. En hinn helmingurinn (nákvæmlega skipt í miðju - jafnrétti kynjanna ;) lagði til að við yrðum okkur úti um þessa mynd og hún liggur nú í valnum, best að hripa nokkur orð meðan eitthvað stendur eftir.

Mér dettur í hug að draga upp líkingu við titillagið, sem David Bowie lagði til texta við og söng og enginn komst hjá því að heyra ótal sinnum. Þrátt fyrir að vera mikill Bowie aðdáandi fannst mér alltaf eitthvað trukk vanta þegar viðlagið kikkar inn og þykir enn. Sama má segja um myndina; vissulega athyglisverð grunnpæling og tvímælalaust metnaður til staðar en það er eins að reynt sé að stoppa í holur í handriti með að skrúfa aðeins upp furðulegheitin - og plokka fleiri spjarir af N. Kinski. Hún flaggar bæði brjóstum og brúsk og McDowell er skemmtilega geðveikur að venju en útkoman er óttaleg meðalmennska. 2.5 / 5

e.s. 'Putting out fire with gasoline' er og verður afar töff textalína.

No comments:

Post a Comment